Fuzzy kollur / Sigurður Már Helgason

64.900 kr.

Fuzzy kollur eftir Sigurð Má Helgason. Kollur með viðarfótum og með sútaðri íslenskri lambsgæru.
Þvermál 37 cm.
Hæð 40 cm.

Clear
Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Lýsing

Það var árið 1972 að Sigurður Már Helgason, húsgagnabólstrari hannaði og smíðaði fyrsta Fuzzy stólinn.

Það er gaman að segja frá því að Fuzzy kollurinn lifir enn þann dag í dag virkilega góðu lífi og unga kynslóðin hefur tekið honum fagnandi.

Þetta er lítill kollur með sútaðri lambsgæru. Sigurður notar gæruna óklippta eins og hún kemur af kindinni. Fætur eru renndir úr fjölbreyttum viðartegundum í líki vatnsdropa. Nafnið Fuzzy í latínu merkir lítill loðinn karl. Kollurinn er einstakur í útliti og tímalaus hönnun.

Þvermál 37 cm.
Hæð 40 cm.

Additional information

Litur á gæru

Ljósgrá, Dökkgrá, Svört, Hvít, Mórauð, Flekkótt