SKILMÁLAR

Almennt

Klakabrynja ehf. kt. 410202-3790 rekur KISTU. VSK nr er 110883.
Heimilisfang er:
Menningarhúsinu Hofi
Strandagata 12
600 Akureyri
www.kista.is

Pantanir og afhending vöru

KISTA sendir staðfestingu á kaupum í tölvupósti um leið og greiðsla hefur borist. Allar vörur eru afgreiddar innan þriggja virkra daga eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun starfsfólk KISTU hafa samband og upplýsa um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Vörurnar eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspóst um afhendingu vörurnnar. KISTA ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá KISTU til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Öllum vörum er hægt að skila og annaðhvort skipta í aðra eða fá innleggsnótu að því tilskildu að að kaupandi hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalagum umbúðum. Skilafrestur er 15 dagar frá því vara keypt. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Sé um gjöf að ræða skal það tekið fram og er þá varan merkt með skilamiða KISTU. Viðkomandi getur þá skilað vörunni innan 3ja mánaða. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Viðskiptavinir þurfa að tilkynna um galla eða skemmdir um leið og uppgötvast. Ljáist viðskiptavini að láta vita innan tilgreinds tíma (14 dagar) glatar hann rétti til vöruskila.

Greiðslur og öryggi
Alþjóðlegu kortafyrirtækin VISA og MasterCard hafa komið sér upp öryggisstaðli: PCI-DSS / Payment Card Industry Data Security Standard sem miðar að því að vernda kortaupplýsingar og lágmarka misnotkun þeirra. Öll kreditkortaviðskipti og debitkortaviðskipti vefverslunar Kistu fara í gegnum örugga greiðslugátt Valitors og því getur starfsfólk KISTU ekki séð kreditkortaupplýsingar viðskiptavina.

Verð
Öll verð í netverslun KISTU eru staðgreiðsluverð með virðistaukaskatti. KISTA áskilur sér rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust. Öll verð eru í íslenskum krónum. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. KISTA  áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er 990 krónur. Enginn sendingarkostnaður er þó á flatpökkuðum vörum. Hægt er að senda vörur með flugi, jafnvel samdægurs. Í þeim tilvikum er kostnaður skv. verðskrá hjá Flugfrakt. Enginn sendingarkostnaður verður af sendingum út nóvember 2014.

KISTA.is
Menningarhúsinu Hofi
Strandagata 12
600 Akureyri
www.kista.is

Vinsamlegast hafið samband við KISTU með spurningar, kista@kista.is