Kista er verslun á jarðhæðinni í Menningarhúsinu Hofi.
Þar má finna varning af ýmsu tagi, að megninu til eftir íslenska hönnuði. Reynt er að hafa vöruúrvalið fjölbreytt þannig að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Íslensk hönnun er kjörin gjöf og starfsfólk Kistu aðstoðar gjarnan við val á gjöf sem hentar við hvert tilefni fyrir sig.
Mikil gróska er um þessar mundir á íslensku handverki og hönnun. Kista er stolt af því að styðja við þá þróun og bjóða upp á íslenska hönnun. Einstaklega ánægjulegt er að geta boðið upp á norðlenska hönnun í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Eigandi verslunarinnar er Katrín Káradóttir, borinn og barnfæddur Akureyringur. Eftir að hafa starfað sem viðskiptafræðingur í þó nokkuð mörg ár ákvað hún að venda sínu kvæði í kross, segja upp bankastarfinu, stofna fyrirtæki og flytja á æskuslóðirnar Akureyri. Akureyri er góður staður að búa á, endalausir möguleikar til útivistar og allt til alls.
Akureyringar og aðrir Íslendingar, verið velkomin í Kistu.